09.11.2019
KVENNA MEGIN Í tilefni af 25 ára afmæli Vox feminae stendur kórinn fyrir málþingi um söng og samhljóm kvenna í Veröld - húsi Vigdísar, laugardaginn 9. nóvember kl. 15. Allir eru velkomnir og er aðgangur ókeypis. 
Dagskrá:

15:00 Söngur - Vox feminae - Stjórnandi: Hrafnhildur Árnadóttir Hafstað
  Meira
27.07.2019
Vox feminae tekur þátt í Reykholtshátíð 2019.  Tónleikar Vox feminae verða laugardaginn 27. júlí kl. 16. Nánari upplýsingar hér:  https://www.reykholtshatid.is/copy-of-laugardagur-kl-16-sumarkved?fbclid=IwAR31CPeMjQF54GXosC6XDkcvZVWA43B-o-5lY2P-5xSGKER9AR5hBih5iCo  

  Meira
11.05.2019
„Grænkar foldin frjó“ er yfrskrift vortónleika Vox feminae þetta árið. Á þessum tónleikum gerum við okkar íslensku tónskáldum og þjóðlögum hátt undir höfði og höfum fengið undurfallegar útsetningar af ýmsum lögum sem við þekkjum öll og svo er í bland þjóðlög...

  Meira
22.01.2019
Um síðustu áramót urðu mikil tímamót í starfi Vox feminae, en þá lét Margrét Pálmadóttir stofnandi kórsins af störfum en við stjórn hans tók Hrafnhildur Árnadóttir Hafstað. Um leið og við kórélagar þökkum Margréti innilega fyrir samstarfið síðustu 25 árin...

  Meira
08.12.2018
Vox feminae mun halda sína árlegu aðventutónleika í Háteigskirkju þetta árið. Listrænn stjórnandi kórsins frá upphafi Margrét J. Pálmadóttir stjórnar kórnum og aðrir listamenn sem koma fram eru Hanna Bjōrk Guðjónsdóttir söngkona, Emilía Rós Sigfúsdóttir flautuleikari, Ólōf...

  Meira
27.10.2018
Laugardaginn 27. október mun kvennakórinn Vox feminae halda tónleikana Af ást og öllu hjarta í Háteigskirkju. 
Kvennakórinn Vox feminae er 25 ára um þessar mundir og eru tónleikarnir liður í dagskrá afmælisárs Á efnisskrá eru verk eftir íslensk samtímatónskáld og er heiti tónleikanna tekið...

  Meira
09.08.2018
Það eru miklar breytingar framundan í starfi Vox feminae því Margrét Pálmadóttir, sem stjórnað hefur kórnum frá upphafi, hefur ákveðið að einbeita sér að því kröftuga starfi sem hún stendur fyrir í Söngskólanum Domus Vox og afhenda stjórn Vox feminae í hendur nýs stjórnanda...

  Meira
16.05.2018
Miðvikudaginn, 16. maí næstkomandi, mun kvennakórinn Vox feminae halda tónleikana Ave Maria í Háteigskirkju. Tónleikarnir hefjast kl. 20:00. Á efnisskrá eru Maríubænir og ýmsir sálmar auk þess sem kórinn mun flytja kafla úr Missa. Op. 187 eftir Josef G. Rheinberger. Stjórnandi kórsins er Margrét J. Pálmadóttir...

  Meira
02.02.2018
Laugardaginn 24. febrúar næstkomandi, mun kvennakórinn Vox feminae halda tónleikana Veginn man hún í Veröld – húsi Vigdísar. Tónleikarnir hefjast kl. 16:00.   Á efnisskrá eru íslensk þjóðlög, sönglög og sálmar frá ýmsum tímum en einnig mun kórinn frumflytja verk Svanfríðar...

  Meira
06.12.2017
Vox feminae tekur líkt og undanfarin ár, þátt í hinum árlegu aðventutónleikum kóra Domus Vox sem haldnir verða í Hallgrímskirkju miðvikudaginn 6. desember kl. 20.  Þar koma fram kórarnir Vox feminae, Aurora, Cantabile og Stúlknakór Reykjavíkur. Listrænn stjórnandi tónleikanna er Margrét Pálmadóttir...

  Meira
01.10.2017
Kvennakórinn Vox feminae heldur nú tónleikana Hörpur og strengir í Norðurljósum í Hörpu. Flytur kórinn klassísk evrópsk og íslensk verk frá 17. öld fram til okkar tíma eftir Bach, Brahms, Grieg, Gjeilo, Hildigunni Rúnarsdóttur, Tryggva M. Baldvinsson o.fl. Flytjendur, auk kórs, eru strengjasveit, harpa og píanó...

  Meira
14.05.2017
Kvennakórinn Vox feminae er einn þeirra kóra sem tekur þátt í Landsmóti íslenskra kvennakóra á Ísafirði dagana 11. – 13. maí nk. Af því tilefni heldur kórinn sérstaka tónleika í Ísafjarðarkirkju sunnudaginn 14. maí kl. 13:30. Tónleikarnir bera yfirskriftina Meyjar mögur sem sótt er...

  Meira
02.04.2017
Hörpur og strengir
Tónleikar Vox feminae í Seltjarnarneskirkju
sunnudaginn 2. apríl kl. 20:30   Kvennakórinn Vox feminae heldur tónleika í Seltjarnarneskirkju sunnudaginn 2. apríl næstkomandi klukkan 20:30 sem bera yfirskriftina Hörpur og strengir. Efnisskrá tónleikanna samanstendur af klassískum evrópskum og íslenskum verkum, allt...

  Meira
14.12.2016
„Ein stjarna hljóð á himni skín“  er yfirskrift jólatónleika Stúlknakórs Reykjavíkur, Aurora, Cantabile og Vox feminae í Hallgrímskirkju, miðvikudaginn 14. desember kl. 20:00

Þessir árlegu jólatónleikar kóra sönghússins Domus Vox og Margrétar J. Pálmadóttur eru í margra...

  Meira
02.04.2016
Kvennakórinn Vox feminae heiðrar stofnanda og stjórnanda kórsins Margréti Jóhönnu Pálmadóttur með tónleikunum Vínarvor við Tjörnina er haldnir verða í Iðnó laugardaginn 2. apríl n.k. klukkan 16:00. Tilefnið er sextíu ára afmælismánuður Margrétar og hugrenningar um tónlistaruppeldið er...

  Meira
30.01.2016
Vox feminae tekur þátt í Myrkum músíkdögum 2016 með tónleikum í Hörpu þann 30. janúar 2016. Á efnisskránni eru verk eftir íslensk tónskáld, mörg samin sérstaklega fyrir kórinn.  Nánari upplýsingar er að finna hér:  http://www.darkmusicdays.is/vox-feminae 
16.12.2015
Kórar undir stjórn Margrétar J. Pálmadóttur, Stúlknakór Reykjavíkur, AURORA, Vox feminae, Cantabile og Hrynjandi, halda sína árlegu aðventutónleika í Hallgrímskirkju miðvikudaginn 16. desember næstkomandi. Tónleikarnir bera yfirskriftina „Englaraddir óma“ og þar munu koma fram yfir 200 söngkonur á öllum...

  Meira
22.11.2015
Vox feminae tekur þátt í styrktartónleikum Caritas sem haldnir verða sunnudaginn 22. nóvember næstkomandi. Sígild tónlist eins og hún gerist best verður í fyrirrúmi á tónleikunum þar sem einvalalið einsöngvara, einleikara og kóra koma fram.

Á efnisskrá er meðal annars:

Kristinn Sigmundsson ...

  Meira
10.11.2015
Vox feminae, ásamt glæsilegum hópi tónlistarfólks, tekur þátt í styrktartónleikum Ástusjóðs sem haldnir verða í Norðurljósasal Hörpu þriðjudaginn 10. nóvember kl. 20.  Ástusjóður var stofnaður til minningar um Ástu Stefánsdóttur lögfræðing sem lést af slysförum...

  Meira
07.11.2015
Vox Feminae heldur tvenna örtónleika í Akranesvita á Vökudögum, laugardaginn 7. nóvember kl. 17 og aftur kl. 18. Lagavalið tengist staðsetningunni og má búast við einstaklega rómantískum efnistökum. Stjórnandi kórsins er Margrét J. Pálmadóttir.  Aðgangur er ókeypis. 

  Meira
14.10.2015
HJALLAKIRKJU Kópavogi 14. október 2015 kl. 20:30
Stjórnandi: Margrét J. Pálmadóttir
Sembal: Guðný Einarsdóttir
Blokkflauta: Helga Aðalheiður Jónsdóttir Á tónleikunum í Hjallakirkju mun Vox feminae flytja dægurtónlist frá 16. öld. Madrigalar voru nokkurs konar dægurlög miðalda, en söngvarnir...

  Meira
06.09.2015
Félagar í Vox feminae bíða nú spenntar eftir að starfsemi vetrarins hefjist, enda mörg spennandi verkefni sem bíða. Fyrsta æfingin verður miðvikudaginn 9. september og helgina 26. og 27. september setjum við stefnuna á Skálholt þar sem við ætlum að dvelja við æfingar og skemmtun heila helgi. Fyrsta stóra verkefni vetrarns eru svo...

  Meira
04.05.2015
Miðvikudaginn 13. maí 2015 stendur kvennakórinn VOX FEMINAE fyrir vortónleikum í Seltjarnarneskirkju sem bera nafnið Vorkveðja. Starfsár Vox feminae hefur verið einkar fjölbreytt og meðal annars var kórinn í samstarfi við Reykjavík Barrokk við flutning verksins Gloria eftir Vivaldi. Kórinn frumflutti verkið Gloria eftir Mist Þorkellsdóttur...

  Meira
23.04.2015
Kvennakórar Domus Vox, þ.e. Vox feminae, Hrynjandi, Cantabile og Aurora, halda tónleika í Norðurljósasal Hörpu á Sumardaginn fyrsta kl. 17:00. Á tónleikunum verður flutt fjölbreytt íslensk tónlist til heiðurs konum í 100 ár.  Sigrún Hjálmtýsdóttir sópran og Maríus Sverrisson baríton munu syngja...

  Meira
23.03.2015
Miðvikudaginn 25. mars syngur Vox feminae á Háskólatónleikum í Kapellu aðalbyggingar Háskóla Íslands. Á tónleikunum verður frumflutt nýtt verk, Gloria, sem Mist Þorkelsdóttir hefur samið fyrir kórinn. Þar að auki verða flutt nokkur trúarleg verk eftir Þorkel Sigurbjörnsson og fleiri.  Tónleikarnir...

  Meira
21.03.2015
Laugardaginn 21. mars næstkomandi halda Kammersveitin ReykjavíkBarokk og þrír kvennakórar sem starfa undir stjórn Margrétar Pálmadóttur tónleika i Fella- og Hólakirkju sem bera yfirskriftina Nisi Dominus og Gloria. Tónleikarnir eru lokapunktur ánægjulegs samstarfs þessara tveggja hópa sem staðið hefur í vetur.   Á...

  Meira
24.12.2014
Vox feminae sendir vinum og velunnurum bestu óskir um gleðileg jól og gæfuríkt nýtt ár.  Við þökkum þeim fjölmörgu sem sóttu tónleika okkar á árinu og studdu þar með við starfsemi okkar. Við ætlum áfram að standa fyrir öflugu og metnaðarfullu starfi á næsta ári og munum kynna...

  Meira
03.12.2014
Aðventutónleikar í Hallgrímskirkju miðvikudaginn 3. desember kl. 20:30.
Stjórnandi er Margrét J. Pálmadóttir.

Kvennakórarnir Vox feminae og Cantabile ásamt elstu stúlkum Stúlknakórs Reykjavíkur halda sameiginlega aðventutónleika í Hallgrímskirkju miðvikudaginn 3. desember næstkomandi. Tónleikarnir...

  Meira
23.11.2014
Vox feminae og Stúlknakór Reykjavíkur taka þátt í styrktartónleikum Caritas sem haldnir verða í Kristskirkju Landakoti sunnudaginn 23. nóvember. Tónleikarnir eru að þessu sinni til styrktar ungu fólki með alvarlega geðsjúkdóma.  Á efnisskrá verða sannkallaðar perlur tónbókmenntanna sem falla vel...

  Meira
15.11.2014
Vox feminae tekur þátt í tónleikum til styrktar Einhverfusamtökunum í Langholtskirkju laugardaginn 15. nóvember kl. 16. Tónleikarnir bera yfirskriftina Fagra veröld og þar koma fram margir frábærir kórar og einsöngvarar.  Einhverfusamtökin og Kammerkór Reykjavíkur, undir stjórn Sigurðar Bragasonar, eiga frumkvæðið...

  Meira
06.11.2014
Fimmtudaginn 6. nóvember heldur Vox feminae tónleika í Fella- og Hólakirkju sem bera yfirskriftina In Pace Requiescam.  Vox feminae heldur árlega tónleika i kringum Allra sálna messu og að þessu sinni mun kórinn flytja trúarlega tónlist eftir mörg af þekktustu tónskáldum tónlistarsögunnar, svo sem Bach, Mozart, Schubert, Eccard...

  Meira
22.10.2014
Aðalfundur Gígjunnar landssambands kvennakóra var haldinn í Domus Vox laugardaginn 18. október síðastliðinn.  Á fundinum var Sigríði Önnu Ellerup, félaga í Vox feminae til 20 ára, veitt heiðursviðurkenning Gígjunnar vegna framlags síns til starfs kvennakóra á Íslandi. Við félagar í Vox feminae...

  Meira
19.09.2014
Vinatónleikar verða haldnir í Norræna húsinu miðvikudaginn 24. september kl. 20:00.  Þar koma fram grænlenski kórinn Einarsogatigiit Sikkersut, frá Sisimiut í Grænlandi og söngkonur úr  Domus vox. Stjórnendur eru Polias Lyberth og Margrét J. Pálmadóttir. Aðgangur er ókeypis. 

  Meira
16.09.2014
Haustdagskrá Vox feminae er komin á fullt skrið! Æfingar hófust miðvikudaginn 3. september og framundan er þétt skipuð dagskrá fram til jóla. Kórinn mun koma fram á ýmsum stöðum næstu vikurnar, og má þar nefna söng á málþingi sem tileinkað er Einari Sveinbjörnssyni þann 18. september, tónleika...

  Meira
23.05.2014
  Vox feminae tekur þátt í flutningi Sinfóníuhljómsveitar Íslands á þriðju sinfóníu Mahlers á Listahátíð 2014 þann 23. maí næstkomandi. Þriðja sinfónía Mahlers er eitt af meistaraverkum tónbókmenntanna og það er Vox feminae mikill heiður að fá tækifæri...

  Meira
15.03.2014
Kvennakórinn Vox feminae flytur íslensk sönglög og Vínarljóð í Salnum í Kópavogi laugardaginn 15. mars kl. 16.  Einsöngvari með kórnum er Sigrún Pálmadóttir sópran, Kristján Karl Bragason leikur á píanó og Hafdís Vigfúsdóttir á flautu. Listrænn stjórnandi er Margrét...

  Meira
02.03.2014
Tónlistarkonurnar Cell 7, Ellen Kristjáns, Sunna Gunnlaugs, Mammút, Lay Low, Ragga Gröndal, Myrra Rós, Hafdís Huld, VÖK, Ragnhildur Gísladóttir, Greta Salóme og Lay Low flytja eigin tónlist. Caput, Vox feminae, Sinfónuhljómsveit áhugamanna, félagar úr Sinfóníuhljómsveit Íslands og Hljómeyki flytja verk eftir...

  Meira
23.02.2014
Vox feminae syngur við útvarpsguðsþjónustu í Fella- og Hólakirkju sunnudaginn 23. febrúar kl. 11.    Biblíudagurinn verður haldinn hátíðlegur 23. febrúar. Þá verður útvarpað guðsþjónustu frá Fella- og Hólakirkju þar sem nýráðinn framkvæmdastjóri Hins íslenska...

  Meira
15.02.2014
Laugardaginn 15. febrúar verður boðið upp á söng og súkkulaði í Domus Vox. Kórar hússins munu syngja saman og hver um sig. Veislustjóri verður Margrét J. Pálmadóttir. Aðgangseyrir er 1000 krónur og innifalið er kaffi og súkkulaði. Allir velkomnir! 
02.02.2014
Sunnudaginn 2. febrúar syngur Vox feminae við messu í Laugarneskirkju. Undirleikinn annast Aðalheiður Þorsteinsdóttir og Hjalti Jón Sverrisson predikar.  Nánari upplýsingar um messuna er að finna hér:  http://kirkjan.is/laugarneskirkja/2014/02/dagskrain-vikuna-2-til-6-februar/#more-223  
26.01.2014
Sunnudaginn 26. janúar 2014 syngur Vox feminae við messu í Hafnarfjarðarkirkju, en í messunni verður Páls Kr. Pálssonar fyrrverandi organista Hafnarfjarðarkirkju minnst í tilefni af 100 ára vígsluafmæli Hafnarfjarðarkirkju á þessu ári.  Nánari upplýsingar um messuna er að finna hér: http://kirkjan.is/hafnarfjardarkirkja/2014/01/pals-kr-palssonar-organista-minnst-kvennakorinn-vox-femine-syngur/  

  Meira
11.12.2013
Kórar Margrétar J. Pálmadóttur, Stúlknakór Reykjavíkur, Vox feminae og Cantabile halda sína árlegu aðventutónleika í Hallgrímskirkju þann 11. desember næstkomandi. Tónleikarnir bera nafnið „Fylking sú hin fríða" og koma þar fram yfir 200 söngkonur á öllum aldri.
Einsöngvarar eru Hanna...

  Meira
08.12.2013
Vox feminae veitist sá heiður að taka þátt í Jólatónleikum Kristjáns Jóhannssonar í Hörpu sunnudaginn 8. desember.  Um glæsilega jólatónleika er að ræða en ásamt Kristjáni munu stíga á svið Dísella Lárusdóttir, Kristinn Sigmundsson og Þóra Einarsdóttir ásamt...

  Meira
21.11.2013
Vox feminae fagnar 20 ára starfsafmæli þann 22. nóvember næstkomandi með söngferð til Parísar dagana 21. – 25. nóvember. Í þessari fyrstu söngferð Vox feminae til Parísar verður sérstök áhersla lögð á að kynna íslenska tónlist sem er Íslendingum sérlega hjartfólgin, eftir tónskáldin...

  Meira
13.11.2013
Miðvikudaginn 13. nóvember heldur Vox feminae kveðjutónleika í Grensáskirkju, en kórinn heldur af stað í tónleikaferð til Parísar þann 21. nóvember næstkomandi.  Á tónleikunum gefst áhorfendum kostur á að hlýða á margt það sem að Vox feminae hyggst flytja fyrir Parísarbúa.  Einsöngvari...

  Meira
31.10.2013
Sýningar á Húsi Bernhörðu Alba eftir Federico García Lorca eru nú í fullum gangi í Borgarleikhúsinu. Vox feminae tekur þátt í sýningunni og hefur þetta verið mjög skemmtilegt verkefni enda hópurinn sem að sýningunni stendur aldeilis frábær. Viðtökur við sýningunni hafa verið mjög...

  Meira
18.10.2013
Vox feminae þreytir í vetur frumraun sína á leiksviði, en kórinn tekur þátt í uppfærslu Borgarleikhússins á Húsi Bernhörðu Alba undir leikstjórn Kristínar Jóhannesdóttur.  Verkið verður sýnt í Gamla bíói og verður frumsýnt þann 18. október. Að verkinu kemur stór...

  Meira
17.08.2013
Vox feminae og Stúlknakór Reykjavíkur munu syngja á Sálmafossi í Hallgrímskirkju á Menningarnótt í tengslum við Kirkjulistahátíð. Dagskráin hefst kl. 19:30 og stendur í um hálfa klukkustund. Við hvetjum gesti Menningarnætur til að draga sig út úr skarkala miðbæjarins stutta stund og hlýða...

  Meira
28.06.2013
Vox feminae tekur þátt í hátíðinni "Kammertónleikar á Kirkjubæjarklaustri" í dagana 28. - 30. júní næstkomandi. Dagskráin verður fjölbreytt og spennandi en auk Vox feminae munu Gissur Páll Gissurarson, Anna Guðný Guðmundsdóttir, Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir og Francisco Javier Jáuregui...

  Meira
17.06.2013
Vox feminae hlotnast sá heiður að syngja á Hátíðardagskrá á Austurvelli á þjóðhátíðardaginn.  Dagskrá hátíðarinnar á Austurvelli hefst kl. 11:10 er þannig: Vox feminae syngur Yfir voru ættarlandi
Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, leggur blómsveig frá íslensku...

  Meira
12.05.2013
Vox feminae býður vorið velkomið með vortónleikum sem bera yfirskriftina "Hjá mér áttu heima". Tónleikarnir verða haldnir í Laugarneskirkju sunnudaginn 12. maí kl. 20:30 og listrænn stjórnandi er að vanda Margrét J. Pálmadóttir. Dagskráin er óður til náttúru lands og þjóðar. Ástsæl...

  Meira
17.04.2013
Vox feminae óskar Margréti J. Pálmádóttur stjórnanda kórsins innilega til hamingju með Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins sem afhent voru við hátíðlega athöfn þann 17. apríl síðastaliðinn. Margrét hlaut verðlaunin í flokknum "Frá kynslóð til kynslóðar" og er hún svo sannarlega...

  Meira
07.04.2013
Í tilefni af 20 ára afmæli Kvennakórs Reykjavíkur verða haldnir hátíðartónleikar „Frá konu til konu“. í Eldborgarsal Hörpu,sunnudaginn 7.apríl kl 15, þar sem að koma allir kórar sem starfað hafa undir merkjum Kvennakórs Reykjavíkur.

  Meira
03.02.2013
  Vox feminae æfir nú af miklum krafti fyrir tónleika á tónlistarhátíðinni Myrkum músíkdögum sem haldnir verða í Háteigskirkju sunnudaginn 3. febrúar.  Við erum afar stoltar að fá tækifæri til að taka þátt í þessari metnaðarfullu tónlistarhátíð og það...

  Meira
21.12.2012
Vox feminae tekur að þessu sinni þátt í Frostrósum Klassík.  Þar kemur fram einvalalið tónlistarmanna.  Einsöngvarar eru nokkrir al-fremstu söngvarar þjóðarinnar á klassíska sviðinu; þau Hanna Dóra Sturludóttir, Dísella Lárusdóttir, Jóhann Friðgeir Valdimarsson, Þóra Einarsdóttir...

  Meira
25.11.2012
Vox feminae tekur þátt í styrktartónleikum Caritas næstkomandi sunnudag. Á þessari aðventu sem nú fer í hönd ætlar Caritas Ísland að beina sjónum sínum að Hollvinum Grensásdeildar í þágu endurhæfingar á Íslandi. Bach, Mozart, Bonomi og Sigvaldi Kaldalóns eiga allir sinn þátt í...

  Meira
08.10.2012
Vox feminae heldur tónleika í Hallgrímskirkju miðvikudaginn 24. október kl. 20:30. Listrænn stjórnandi er Margrét J. Pálmadóttir sem nú tvinnar saman spuna tónlistarmannanna Sigurðar Flosasonar á saxófón og Gunnars Gunnarssonar á orgel við flutning kvennakórsins á trúarlegum verkum. Sérstakir gestir eru félagar...

  Meira
03.09.2012
Nú er starfsemi Vox feminae að komast í fullan gang eftir sumarið, en fyrsta æfing verður miðvikudaginn 12. september. Við höfum átt gott sumarfrí en þó hafa félagar úr Vox feminae komið fram við einstök tækifæri í sumar, til dæmis á Alþingi á hátíðarsamkomu fyrir íslenskar þingkonur...

  Meira
09.07.2012
Meðfylgjandi grein um hátíðarsamkomu í Alþingishúsinu birtist í Fréttablaðinu í dag.
08.07.2012
Vox feminaa söng á hátíðarsamkomu í Alþingishúsinu þar sem þess var minnst að 90 ár voru liðin síðan Ingibjörg H. Bjarnason tók sæti á Alþingi fyrst kvenna. Þarna voru samankomnar yfir 100 konur sem sitja eða hafa setið á þingi og var það Vox feminae mikill heiður að vera beðnar um...

  Meira
13.05.2012
Vox feminae, ásamt Stúlknakór Reykjavíkur og Cantabile, munu syngja við messu í Grensáskirkju á Mæðradaginn, sunnudaginn 13. maí. Prestur er séra Ólafur Jóhannsson
06.05.2012
Sunnudaginn 6.maí kl 14.00 mun kvennakórinn Vox feminae syngja við messu í Skálholtskirkju en kórinn verður í æfingabúðum í Skálholti um helgina. Prestur í messunni verður sr. Egill Hallgrímsson. Vox feminae hefur þegar hafið undirbúning fyrir nokkur spennandi verkefni sem bíða okkar á næsta ári, svo sem...

  Meira
19.04.2012
 Domus vox heldur tvenna tónleika í Norðurljósasal Hörpu á sumardaginn fyrsta, þann 19. apríl kl. 14 og 16. Inntak tónleikanna er óður til lands og þjóðar þar sem sumarkomunni er fagnað með flutningi úrvals íslenskra söng- og ættjarðarlaga. Listrænn stjórnandi er Margrét J. Pálmadóttir...

  Meira
31.01.2012
Starf Vox feminae er komið í fullan gang eftir jólafrí og margt spennandi framundan hjá kórnum nú á vorönn. Aðal viðfangsefni okkar á vorönninni eru æfingar á nýrri messu sem Bára Grímsdóttir er að semja fyrir kórinn og hún er þessa dagana að leggja síðustu hönd á. Kórinn...

  Meira
24.12.2011
Vox feminae sendir landsmönnum öllum bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á komandi ári. Við eru þakklátar fyrir öll skemmtilegu verkefnin sem við tókum þátt í á árinu sem er að líða. Við fórum á kóramót á Selfossi, sungum á Háskólatónleikum, fórum...

  Meira
14.12.2011
Kvennakórinn Vox feminae heldur sína árlegu aðventutónleika í Hallgrímskirkju miðvikudaginn 14. desember ásamt systurkórkum sínum Cantabile og Stúlknakór Reykjavíkur.  Að þessu sinni er um sérstaka hátíðartónleika að ræða sem hefjast kl. 20:30 og eru þeir til styrktar sönghúsinu...

  Meira
26.11.2011
Eins og undanfarin ár tekur Vox feminae þátt í tónleikum Frostrósa. Að þessu sinni verða tónleikarnir sérstaklega hátíðlegir þar sem um 10 ára afmælistónleika er að ræða. Tónleikarnir verða í Hörpunni og öllu til tjaldað, eins og Frostrósa er venja. Fram koma helstu söngvarar hinna...

  Meira
20.11.2011
Vox feminae tekur þátt í styrkstartónleikum í Kristskirkju til styrktar Mæðrastyrksnefnd ásamt mörgum að þekktustu tónlistarmönnum landsins.    Nánari upplýsingar hér:  http://www.pressan.is/Menningarpressan/LesaMenningarfrett/stortonleikar-til-styrktar-maedrastyrksnefnd-i-kristskirkju 

  Meira
04.11.2011
Vox feminae tók í gærkvöldi þátt í mögnuðum flutningi Sinfóníuhljómsveitar Íslands á Plánetunum eftir Gustav Holst. Á vef Ríkisútvarpsins er hægt að hlusta á tónleikana í heild sinni http://ruv.is/sarpurinn/sinfoniutonleikar/03112011  Tónleikarnir verða fluttir öðru sinni í...

  Meira
03.11.2011
Það er Vox feminae mikill heiður að fá tækifæri til að syngja með Sinfóníuhljómsveit Íslands á tvennum tónleikum í Eldborg í Hörpu í kvöld og annað kvöld. Verkefnið eru Pláneturnar eftir Gustav Holst, eitt glæsilegast hljómsveitarverk 20. aldar. Stjórnandi er Rumon Gamba. Þetta...

  Meira
03.11.2011
Vox feminae mun koma fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands á tvennum tónleikum í Hörpunni 3. og 4. nóvember næstkomandi. Fluttar verða Pláneturnar eftir Gustav Holtz, undir stjórn Rumon Gamba. Vox feminae tók einnig þátt í flutningi þessa verks síðast þegar Sinfóníuhljómsveitin flutti það...

  Meira
13.09.2011
Vox feminae byrjar vetrarstarf sitt af krafti en kórinn tók því rólega í sumar eftir miklar annir á vorönninni, þar sem hæst bar frábær  Ítalíuferð kórsins! Fyrsta æfing vetrarins verður miðvikudaginn 14. september en þá hefjast æfingar fyrir helsta  verkefni vetrarins, tónleika Sinfóníuhljómsveitar...

  Meira
02.08.2011
Í Fréttatímanum síðastliðinn föstudag birtist grein eftir Önnu Kristene um ferð Vox feminae til Ítalíu og ferðir annarra hópa sem Margrét Pálmadóttir hefur verið með á faraldsfæti í sumar.  Greinina er hægt að lesa hér!

  Meira
06.06.2011
Dagana 13. – 20. júní heldur Vox feminae í tónleikaferð til Ítalíu. Þó að margar okkar hafi sótt Ítalíu heim með Margréti í gegnum árin, þá er þetta í fyrsta inn sem Vox feimnae fer í formlega tónleikaferð þangað.  Þetta verður afar spennandi og skemmtileg ferð þar...

  Meira
30.05.2011
Dagana 13. til 20. júní næstkomandi heldur kvennakórinn Vox feminae í langþráða tónleikaferð til Ítalíu.
 
Í tilefni ferðarinnar verða haldnir kveðjutónleikar í Dómkirkjunni mánudaginn 30. maí. Tónleikarnir bera yfirskriftina “Yl og trú andar þú” en á efnisskránni...

  Meira
11.05.2011
Tónleikar kvennakórsins Vox feminae í Kapellu Háskóla Íslands 11. maí kl. 12:30.
Vox feminae syngur í Kapellu Háskóla Íslands, miðvikudaginn 11. maí kl. 12:30. Tónleikarnir eru hluti af tónleikaröð, samstarfsverkefni Háskóla Íslands og Listahátíðar, haldinni í tilefni af aldarafmæli...

  Meira
29.04.2011
Helgina 29. apríl til 1. maí mun Vox feminae taka þátt í Landsmóti íslenskra kvennakóra, en að þessu sinni er það Jórukórinn á Selfossi sem hefur veg og vanda að skipulagningu mótsins.  Alls hafa um 600 konur víðs vegar af landinu tilkynnt þátttöku sína. Vox feminae mun syngja á tónleikum...

  Meira
26.03.2011
Vortónleikar Vox feminae bera í ár yfirskriftina "Þar skein sól í heiði".  Stúlknakór Reykjavíkur og fleiri góðir gestir munu heimsækja kórinn og efnisskráin samanstendur af þekktum trúarlegum verkum auk þess sem flutt verða íslensk lög sem allir þekkja. Organisti er Antonía Hevesi og stjórnandi...

  Meira
06.03.2011
Sunnudaginn 6. mars stendur Domus Vox fyrir Bollufjöri í Grensáskirkju. Um er að ræða maraþon-tónleikadagskrá þar sem fram koma Vox feminae, Stúlknakór Reykjavíkur, Cantabile, Margrét J. Pálmadóttir og ýmsir aðrir kennarar söngskólans Domus Vox, auk óvæntra gesta sem líta inn.   Dagskráin hefst...

  Meira
09.12.2010
Vox femine tekur þátt í dásamlegum fjölskyldutónleikum í Hallgrímskirkju fimmtudaginn 9. nóvember. Það er ekki aðeins að tónleikarnir séu fyrir alla fjölskylduna, heldur taka fjögur af fimm börnum stjórnarnanda okkar Margrétar J. Pálmadóttur þátt í tónleikunum. Hægt er að kaupa...

  Meira
09.12.2010
"Yfir fannhvíta jörð" er yfirskrift glæsilegra aðventutónleika allra kóra sönghússins Domus Vox í Hallgrímskirkju þann 9. desember næstkomandi. Haldnir verða tvennir tónleikar, kl. 18 og kl. 20:30, en uppselt er á seinni tónleikana. Stjórnandi er Margrét J. Pálmadóttir. Á tónleikunum flytja 200 söngkonur...

  Meira
21.11.2010
Að vanda tekur Vox feminae þátt í árlegum styrktartónleikum Caritas Ísland sem að þessu sinni eru til styrktar Mæðrastyrksnefnd. Tónleikarnir verða í Kristskirkju sunnudaginn 21. nóvember kl. 16. Auk Vox feminae og Stúlknakórs Reykjavíkur koma fram einsöngvararnir Kristján Jóhannsson og Hulda Björk Garðarsdóttir...

  Meira
04.11.2010
Vox feminae heldur trúarlega tónleika í tengslum við allra heilagra messu líkt og mörg undanfarin ár. Tónleikarnir, O magnum mysterium,  eru í Kristskirkju Landakoti, fimmtudaginn 4. nóvember kl. 20:30 og Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn 10. nóvember kl. 20:30. Einnig mun kórinn syngja við og eftir messu í Reykholtskirkju í Borgarfirði...

  Meira
19.06.2010
Á kvenréttindadaginn þann 19. júní kemur út ljósmyndabókin „da capo‟. Meginstef hennar eru portrettmyndir af kórkonum í Vox feminae ásamt minningabrotum úr kórstarfinu og hugleiðingar kórfélaga um hlutverk söngsins í lífi þeirra. Að auki hefur bókin að geyma sögu Vox feminae í máli...

  Meira
13.05.2010
Hefðarmeyjarnar í Vox feminae eru komnar í síðkjólana og með grímurnar á loft! Allt er að verða tilbúið fyrir glæsilega óperutónleika í Íslensku óperunni. Við minnum á að miðasala er nú hafin á www.opera.is og www.midi.is. Hvetum alla til að tryggja sér miða á þessa frábæru...

  Meira
12.05.2010
Frábærir tónleikar sem enginn má láta framhjá sér fara!
14.03.2010

Helgina 13. – 14. mars ætlar Vox feminae í æfingabúðir í Skálholti.  Íbúum Suðurlands gefst kostur á að hlýða á söng kórsins tvisvar sinnum á sunnudaginn, annars vegar í messu í Skálholtskirkju kl. 11 og hins vegar í Þorlákskirkju í Þorlákshöfn kl...

  Meira
09.01.2010
Vox feminae óskar öllum gleðilegs nýs árs og þakkar liðnu árin! Æfingar á vorönn hefjast miðvikudaginn 13. janúar. Mjög spennandi verkefni eru framunandan og verður sagt nánar frá þeim hér á síðunni þegar nær dregur.
12.12.2009
Vox feminae mun syngja á Frostrósa tónleikum í Laugardalshöll þann 12. og 13. desember. Stúlknakór Reykjavíkur og Karlakórinn Fóstbræður syngja einnig á tónleikunum með glæsilegum hópi einsöngvara sem þar koma fram. Þetta verða stórglæsilegir tónleikar eins og Fróstrósatónleikarnir...

  Meira
09.12.2009
"Hátíð er ný" er yfirskrift tíundu aðventutónleika kóra Margrétar J. Pálmadóttur sem haldnir verða í Hallgrímskirkju miðvikudaginn 9. desember kl. 20 og föstudaginn 11. desember kl. 20.   Á tónleikunum koma fram 180 söngkonur á öllum aldri úr Stúlknakór Reykjavíkur, kvennakórunum...

  Meira
01.12.2009
Vox feminae hvetur alla til að hlusta á þáttinn Breiðstrætið á Rás 1 kl. 14:03 í dag þriðjudaginn 1. desember. Klukkutíma jólaþáttur þar sem Vox feminae sem tekinn var upp í Langholtskirkju síðastliðinn föstudag. Kórinn tekur lagið og rætt er við Margréti kórstjóra og nokkra kórfélaga...

  Meira
23.11.2009
Fimmtudaginn 27. nóvember kl. 20:00 heldur Vox feminae skemmti- og fjáröflunarkvöld í Domus Vox. Aðgangseyrir er 1.000 krónur en innifalið er söngur, kaffi og súkkulaðikaka. Einnig verður markaðstorg þar sem í boði verða margir fallegir hlutir í jólapakkann, svo sem föt út leðri og þæfðri ull, gler og leirlist,...

  Meira
15.11.2009
  Vox feminae hefur mörg undanfarin ár tekið þátt í árlegum styrktartónleikum Caritas. Að þessu sinni syngur kórinn meðal annars með þeim Kristjáni Jóhannssyni stórtenór og Sigrúnu Hjálmtýsdóttur sópran sunnudaginn 15. nóvember kl 16:00.   Þetta verða 16. styrktartónleikar...

  Meira
31.10.2009
Vegna útfarar Flosa Ólafssonar frá Reykholtskirkju laugardaginn 31. október falla niður tónleikar okkar sem fyrirhugaðir voru í kirkjunni.
Kórinn mun hins vegar flytja hluta efnisskrár tónleikanna við og eftir allra heilagra messu í Reykholtskirkju sunnudaginn 1. nóvember kl. 14, en á efnisskránni eru trúarleg verk eftir íslensk...

  Meira
29.10.2009
Vox feminae hefur mörg undanfarin ár haldið trúarlega tónleika í kringum allra heilagra messu og að þessu sinni heldur kórinn tónleika í Kristskirkju, Landakoti fimmtudaginn 29. október kl. 20 og í Reykholtskirkju í Borgarfirði laugardaginn 31. október kl. 16. Listrænn stjórnandi tónleikanna er Margrét J. Pálmadóttir...

  Meira
01.09.2009
Vetrarstarf Vox feminae hefst með fyrstu kóræfingunni miðvikudaginn 9. september kl. 18:30. Sumarið hefur verið viðburðaríkt að vanda, við höfum sungið við brúðkaup, jarðarfarir og afmæli, auk þess að syngja við Söngskólann í Reykjavík á Menningarnótt. Þá tóku nokkrir kórfélagar...

  Meira
17.08.2009
Nokkrir félagar úr Vox feminae tóku þátt námskeiði fyrir stjórnendur barna- og kvennakóra sem haldið var í Skálholti dagana 14. til 16. ágúst síðastliðinn. Leiðbeinendur á námskeiðinu, sem haldið var á vegum Söngmálastjóra Þjóðkirkjunnar, voru þær Sibyl Urbancic og...

  Meira
16.05.2009
  Vox feminae tekur þátt í verkefninu Orbis Terræ - ORA á Listahátíð. Margrét Vilhjálmsdóttir, leikkona og listrænn stjórnandi, fer fyrir hópi listamanna sem leiðir gesti Þjóðmenningarhússins um gjörning um landamæri og skrifræði og leiksýningu um stríðsmenningu. Hópurinn flytur...

  Meira
09.05.2009
Sönghúsið Domus vox fagnar sumarkomu með maraþon sönghelgi og kaffisölu laugardaginn 9. maí og sunnudaginn 10. maí kl. 13 að Laugavegi 116. Laugardaginn 9. maí kl. 13 mun Vox feminae, ásamt Stúlknakór Reykjavíkur og Gospelsystrum Reykjavíkur, flytja nokkur af sínum uppáhaldslögum. Einsöngvarar úr röðum kórfélaga...

  Meira
07.05.2009
Vox feminae þakkar öllum þeim sem sóttu tónleika okkar í Hafnarborg í gærkvöldi kærlega fyrir komuna. Tónleikarnir gengu mjög vel, húsfyllir var og hin besta stemming. Húsið var skreytt með blúndum og blómum, kórfélagar voru hvítklæddir og mikil vorstemming í lofti.  Með kórnum spiluðu...

  Meira
06.05.2009
  Kvennakórinn Vox feminae heilsar vori miðvikudaginn 6. maí kl. 20 í Hafnarborg með flutningi tónlistar frá 16. og 17. öld undir yfirskriftinni „Þar sýprus grær“. Fluttir verða madrigalar og söngvar frá ýmsum löndum, þ.á.m. eftir Claudio Monteverdi, Passerau, Giovanni Gastoldi, John Dowland, Thomas Morley, Orlando Gibbons...

  Meira
22.04.2009
Vox feminae er nú með síðu á Facebook. Ef að þú ert skráður á Facebook þá er tilvalið að gerast aðdáandi Vox feminae á Facbook. Þar færð þú strax upplýsingar um allt sem er að gerast hjá kórnum.   Smelltu hér til að finna Vox feminae á Facebook!    

  Meira
08.03.2009
Í dag er alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti og í tilefni hans verður haldin sérstök dagskrá í Tjarnarsal Ráðhússins kl. 14. Vox feminae undir stjórn Margrétar J. Pálmadóttur mun syngja þar nokkur lög. Það er félögum í Vox feminae mikil ánægja að fá...

  Meira