TÓNLISTIN

Þó svo að trúarleg tónlist, ásamt íslenskum þjóðlögum og sönglögum, hafi einkum einkennt lagaval Vox feminae í gegnum árin, þá hefur kórinn komið víða við eins og sést á lagalista kórsins. Kórinn hefur einnig lagt áherslu á að flytja samtímatónlist eftir íslensk tónskáld og hafa nokkur tónskáld þegar skrifað verk fyrir kórinn.

Kórinn hefur komið fram við margvísleg tækifæri og unnið með mörgum listamönnum í gegnum tíðina. Kórinn heldur nokkra tónleika á hverju ári, auk þess sem hann syngur við margvísleg tækifæri. Þá hefur kórinn farið í tónleikaferðir, jafnt innanlands sem utan.  Yfirlit yfir verkefni kórsins frá upphafi er að finna hér.

Hægt er að fá félaga úr Vox feminae til að koma fram við margvísleg tækifæri, svo sem á ráðstefnum, skemmtikvöldum, við brúðkaup eða jarðarfarir. Vinsamlegast sendið fyrirspurn á voxfeminae(hjá)voxfeminae.is eða hringið í síma 863 4404 til að afla upplýsinga um slíkt.